Kjarnar - 01.09.1950, Page 14
sér til skipseiganda og sagði: „Hvernig lízt þér á, að
strákurinn fái að fara með þeim mæðgum?“
Skipseigandi kinkaði kolli.
„Ég held, að strákurinn ætti að sitja eftir við bækur
sínar,“ svaraði hann, og við það var látið sitja.
Þegar skipið var dregið frá, stóð drengurinn eftir á
hafnargarðinum hjá skipseiganda, og beljaði og grét,
eins og hann ætlaði að springa af harmi, þar til skips-
eigandi tók hann upp til búða og keypti honum ieik-
föng og sætindi. — En hverju slapp drengurinn undan
fyrir það að fá ekki að fara með föður sínum, Ben
Griggs, skipstjóra á Maríu Celeste? Enginn er kominn
til að segja það. Vikur liðu, mánuðir liðu tveir og
meira en það. Þá kom skipseiganda loksins frá Banda-
ríkjastjórn tilkynning frá konsúl hennar í Gibraltar,
svo látandi:
Gibraltar, 2. janúar 1872.
María Celeste frá New York, var toguð hingað til
hafnar af brezka barkinum Dei Gratia. María hafði
fundizt mannlaus út á rúmsjó 5. desember. Skipið
var í bezta standi, en var dæmt vogrek af farmanna-
réttinum og tekið til meðferðar af honum. Hvað orðið
hafi af skipshöfninni, vita menn ekki.“
Skipseigandi brá óðar við og lagði af stað til Gibralt-
ar. En áður en hann fór sendi hann litla Grigg, skip-
stjórasyni, eftirrit af tilkynningunni.
„Ef pabbi hefði lofað mér að fara með sér,“ varð
drengnum að orði, „þá hefðum við nú verið öll saman
heil á húfi. Því þrettán urðu þau á skipinu, fyrir það að
12
Kjarnar — Nr. 13