Kjarnar - 01.09.1950, Page 15
skilja mig eftir, en láta mömmu fara og litlu systur
mína.“
Um hádegisbilið 5. desember 1872 lá Atlanzthafið,
það sem liggur einar 300 mílur vestur af Gibraltar, lá-
dautt eins og stöðupollur, og voru á því svæði þrjú skip
hvert í annars sýn. Eitt þeirra var þýzkt eimskip í
lausaförum. Það stefndi til Vestur-Indlandseyjanna
þvert fyrir leið annars skipsins, sem var briggin
María Celeste, einar 3 mílur frá henni. Eimskipið dró
upp merki, sem brigginni bar að svara, en hún gegndi
því engu. Þá var eins og eimskipið segði: „Jæja, ef þú
vilt ekki eiga tal við mig eða að ég beri fréttir af þér,
þá stendur mér á sama,“ og hélt leiðar sinnar suður á
bóginn unz það hvarf út fyrir læbauginn. Þriðja skipið
var brezki barkurinn Dei Gratia, skipstjóri Boyce, á
leið til Gibraltar. Boyce skipstjóri sá í firðsjá sinni
merkið, sem eimskipið gerði brigginni og bjóst við að
sjá merki frá henni til andsvars, því kurteisisreglur
farmanna gerðu henni að skyldu að anza; en ekkert
kom svarið.
„Þetta er hláleg og afkáraleg ókurteisi, þegar betur
er að gáð. Það er skárri bölvaður sjódurturinn, sem
ekki tekur undir, þegar yrt er á hann á siglingu,“
hugsaði Boyce skipstjóri, og hann afréð að grennslast
eftir hvernig lægi í þessu, því Bretinn var forvitnari
heldur en stéttarbróðir hans á eimskipinu virtist vera.
Hann notaði svo hvert golukast af sunnanblænum til
að færa sig nær brigginni og komst á endanum svo
Kjarnar — Nr. 13
13