Kjarnar - 01.09.1950, Side 16
nærri henni, að hægt var að kalla til hennar af barkin-
um.
„Það lítur út fyrir, að allt sé ekki með felldu á skip-
inu því arna,“ sagði skipstjóri við stýrimann sinn
Adams.
„Ójá,“ svaraði stýrimaður, „vitaskuld ætti það að
hafa uppi hvert seglsnipsi. Og eins og það vaggar. Það
lætur, sýnist mér, eins og skipshöfnin öll væ'ri dauða-
drukkin.“
Þeir áttu nú ekki nema tæpa hálfa mílu að skipinu
og virtu það vandlega fyrir sér, skipstjóri í firðsjá smni
og stýrimaður í tvíhólkskíki, og furðuðu sig á hve skipið
léti ankannalega, þangað til báðir gullu við í senn:
„Engin hræða sést uppi.“
„Það hlýtur að vera eitthvað í augunum á okkur, að
við sjáum það ekki,“ sagði skipstjóri; „því, vitaskuld
hljóta einhverjir að vera þar.“
Samt kom ekkert svar frá skipinu.
„Gefðu þeim merki, Adams, að við eigum brýnt er-
indi við þá. Þeir gegna því þó líklega.“
Það merki var óðar dregið upp; en ekki var gegnt að
heldur. Aftur á móti fór skipið að haga sér enn kyn-
legar en fyrr, því golan gekk lítið eitt til, og seglin á
skipinu tóku að slettast til, svo lá við voða.
„En þeir bjánar,“ gall við í skipstjóra. „Það er þó
merkilegt, að við skulum ekki sjá þá. Því eru þeir að
fela sig. Uppi eru þeir þó, eins og mig varði, því nú eru
þeir að víkja henni við aftur. En svei mér, sem þeir
eru ekki að reyna að komast undan okkur.“
14
Kjarnar — Nr. 13