Kjarnar - 01.09.1950, Side 17
Skipstjóri gerði nú lúður úr lúkum sér og setti fyrir
mimn sér og grenjaði: „O, hæ, brigg,“ og stýrimaður
tók undir kallið með honum, því þeir voru nú komnir
svo nærri að vel mátti heyra köllin yfir á Maríu
Celeste. En þeim til furðu var kallinu ekki anzað og
ekkert lífsmark var að sjá innan borðs á skipinu, þó
sæi vel á þilfarið og skipverjar væru að rýna eftir því.
„Skjótið báti niður,“ skipaði skipstjóri; „við verðum,
Adams, að fara yfir á skipið. Skipverjar eru annað
hvort ölvaðir, eða myrtir eða dauðir úr pest eða
hungri eða“ — og leit framan í stýrimann.
„Eða þeir hafa gengið af skipi,“ svaraði stýrimaður,
eins og hann skildi hvað hinn ætti við. „En þó getur
það ekki verið, því skipið hefur engin neyðarflögg
uppi, ekki eitt einasta.“
Báturinn skreið svo, róinn af tveimur hásetum, með
þá skipstjóra og stýrimann um lygnan sjóinn yfir að
brigginni, sem þeir nálguðust og lásu þar á skipsgafl-
inum: „María Celeste, New York.“
„Celeste, o, hæ! Við viljum koma upp!“ kallaði Boyce
um leið og hann lagði að framanverðu skipinu, en ekk-
ert tók undir við hann nema kyrrðarblaktið í seglun-
xun.
„Ekkert er að reiðanum á henni, svei mér þá,“ sagði
skipstjóri, „svo það er undir þiljum, sem að henni
gengur.“ Með því sagði hann hásetunum að bíða á
meðan þeir stýrimaður og hann færu upp á skipið; og
svo klifu þeir upp hjá festarplötunum.
Jafnskjótt og skipstjóri rak kollinn upp fyrir borð-
Kjarnar — Nr. 13 15