Kjarnar - 01.09.1950, Side 19
„Ekki hefur það heldur verið hungursneyð með pest,
sem gert hafi þá alla svo leiða á lífinu, að þeir hafi
stokkið fyrir borð, því að nóg eru matvæli á skipinu og
sama sem ekki tekið á lyfjakassanum.“
„Og ekki hafa veður, skýstrokkur eða flóðalda skolað
þeim fyrir borð. Skipsbókin getur ekki um neitt, síðan
þeir fóru frá Sandy Hook.“
„Jæja, úr því það er hvorki upphlaup né sjóræn-
ingjar, né veður, né skipreiki, né leki, né hungursneyð,
né pest, hvað getur það þá verið annað en sjóslanga
hafi stungið snjáldrinu inn yfir borðstokinn og gleypt
þá, einn á fætur öðrum.“
„Af skipinu hafa þeir gengið,“ sagði skipstjóri; „það
er auðséð,“ og hann lét sem hann heyrði ekki sjó-
slöngu útskýringuna.
„Já, en því hafa þeir farið af skipi?“
„Já, því hafa þeir farið, það er nú einmitt býsnin.
Þeim var ekki þröngvað til að fara, það er auðséð. Þeir
fóru af fúsum og frjálsum vilja, og þó viðbúnaðarlaust;
það er áreiðanlegt. Þeir vissu ekki, að þeir færu, fyrr
en í sömu andránni og að því kom. Þeir fóru ailir í
mesta skyndingi. Þeir skildu við skipið í miðri morgun-
máltíðinni, og tóku engin plögg með sér nema þau,
sem þeir stóðu í. Fari bölvað, sem þeir tóku annað með
sér en skipsúrið. En því voru þeir að taka það? Ég
held líka að þeir hafi tekið skipsskjölin. Við höfum
ekki getað fundið þau, að minnsta kosti, þó vera megi
að þau séu í einhverri skúffu, sem okkur hafi yfirsézt
að opna.“
Kjarnar — Nr. 13
17