Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 20
„Það stendur heima, skipstjóri, þeir hafa ekki haft
annað með sér en skipsúrið og skipsskjölin, ef til vill.
En því fóru þeir að fara af skipinu eins stráheilu og
það var daginn, sem það hljóp af stokkunum? Við höf-
um reynt skipsdælurnar og það er ekki einn dropi af
sjó, framar vonum, í kjalsoginu. Skipið er í bezta lagi
að öllu leyti. Komdu, sko! Hérna eru blóðblettir.“
Stýrimaður hafði dregið sveðju úr skeiðum, sem héngu
á káetuveggnum, og benti nú á bletti á blaðinu. „Þar
er blóð, en því var sá, sem neytti sveðjunnar, að slíðra
hana aftur,“ sagði stýrimaður og litaðist um á þilfarinu
við skeiðarnar. „Skoðaðu blettina þá arna, það eru líka
blóðblettir,“ sagði hann. „Það er þá eftir sjóræningja.
Einhver kapteinn Kidd hefur verið hér á ferð og sent
þá alla fyrir borð.“
„Að það sé eftir sjóræningja, Adams,“ mælti skip-
stjóri; „en þá eru gripimir, bæði úrin í stýrimanns-
herberginu og hringar og gimsteinar frúarinnar, og
peningakistillinn ótæmdur."
„Jæja, skipstjóri góður; hvernig sem í því liggur, þá
eigum við nú fundarlaun í henni.“
„Ójá, Adams; en ég botna ekki í, hvernig þeir hafa
haft sig burt af skipinu. Þeir hafa ekki farið á sínum
eigin bátum eða hvað?“
„Nei. Því báturinn, sem skipinu fylgir, er hér vís á
sínum stað.“
„Nú, þá hafa þeir, Adams, haft sig á burt á báti
einhvers annars skips.
„Hvernig hefðu þeir getað komizt burt öðruvísi?“
18
Kjarnar — Nr. 1S