Kjarnar - 01.09.1950, Side 21
„Það er svo. Og nú er ekki annað að gera fyrir okkur,
en toga hana inn til Gibraltar og reyna þar að komast
að raun um, af hverju skipshöfnin hafi gengið af skipi,
þótt skipið sé „Al“ skip í alla staði.“
Vera má, að lesarinn vilji spreita sig á að leysa
þennan hnút, sem sjómönnum hefur reynst svo fast
riðinn, og því er hér við bætt ítarlegri frásögn af
skoðunargerð þeirri, sem þeir skipstjóri og stýrimaður
gerðu á Maríu Celeste mannlausri.
í fyrsta lagi var það auðséð, að skipið hafði ekki
verið yfirgefið fyrir veðurs sakir eða storma.
„Líttu á saumavélina," sagði skipstjóri, þegar þeir
stýrimaður og hann voru að spjalla niðri í káetu skips-
ins hvernig stæði á skipinu. „Hér hefur kona búið,
líklega kona skipstjóra, og hún hefur verið að sauma á
saumavélina skömmu áður en hún fór, hvert sem hún
hefur farið. Taktu eftir fingurbjörginni þarna, hún
liggur á hliðinni á borðshorni vélarinnar. Ekki getur
neitt veður hafa verið á, þegar konan skildi við skipið,
því hve lítið rugg sem hefði verið, hefði velt dótinu
ofan af borðinu.“
„Barn hefur líka verið hér,“ tók stýrimaður undir.
„Það hefur verið stúlkubarn, því konan hefur verið
að sauma telpusvuntu, að því er mér sýnist. Telpan
hefur ef til vill verið dóttir skipstjóra, og móðir hennar
hefur hætt við hálfsaumaða ermi, til að fara burtu,
hvert sem hún hefur farið.“
„Nei, það er ekki rétt,“ sagði skipstjóri. Hún hefur
hætt við sauminn til að borða,“ og skipstjóri benti tun
Kjarnar — Nr. 13
19