Kjarnar - 01.09.1950, Page 24
barn sitt af góðu skipi út á rúmsjó og taka ekki svo
mikið sem náttklæði barnsins með sér.“
Annars eru opinberu skýrslurnar um þennan kynja-
viðburð mjög margar. í ríkisskjalasafninu eru skýrslur
þessar:
Skipshöfn hverfur og farþegar.
Gibraltar 7. janúar 1873: „Blettirnir á sverðinu og þil-
inu reyndust ekki blóðblettir við rannsókn.“
Skjal 137, frá sama, dags. 20. jan. 1873: „Aðaleigandi
briggskipsins Maríu Celeste kominn frá New York til
þess að fá skipið afhent sér af farmannaréttinum. Ekk-
ert hefur til skipshafnarinnar frétzt. Skipsúrið og skips-
skjölin komu ekki fyrir á skipinu.“
Skjal 138: „Briggin María Celeste afhent uppruna-
legum eiganda 12. febr. 1873.“
Skjal 139: „Briggin María Celeste afgreidd til að fara
til Neapels, undir stjórn John Hutchine, gerð út af
eiganda hennar frá New York í því skyni.
Sendir til frú Bilson í New York, eftirfylgjandi eftir-
látnir munir Henriks Bilson, stýrimanns, sem hvarf af
brigginni Maríu Celeste á síðustu ferð hennar.“
Eftir undirlagi Bandaríkjastjórnar hafa fulltrúar
hennar haldið spurnum fyrir um horfnu skipshöfnina á
höfnum um heim allan, en samt sem áður hefur ekki
eitt einasta skip látið til sín heyra, að það hafi tekið
upp skipverjana þrettán af Maríu Celeste. Menn eru
engu fróðari nú en áður um afdrif þessarar ólánssömu
skipshafnar. Þó nærri 80 ár séu liðin síðan, hefir ekkert
Kjarnar — Nr. 13
22