Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 25
vitnast um það af hverju og hvernig þeir þrettán skip-
verjar gengu af skipi stráheilu og sjófæru í bezta lagi.
Sir Arthur Conan Doyle hefur notað þessa at-
burði í skáldsögu, sem hann kallar: „Saga J. Haba-
kukk Jephsons.“ Hann er einn látinn komast af
segja frá hvað á dagana dreif fyrir Maríu Celeste
á ferð hennar 1872. Svo sennilega er sagan úr garði
gerð af skáldinu sjálfu, að hún hefur verið endur-
prentuð í Boston Herald 1885 í þeirri von, að
hún færi með sannleik tóman um þann kynlega
atburð. Inntak sögunnar er hér tekið upp, því það er-
fróðlegt sýnishom af því, sem kann við að bera.
Sagan lætur J. Habakukk Jephson vera lækni ó-
hraustan að heilsu, og því tekur hann sér far með
Maríu Celeste til að bata sér á sjóferð. Tveir eru aðrir
farþegar á skipinu, John Horton, umboðsmaður eigend-
anna, og Septimus Goring, kynblendingur frá New
Orleans. Goring er langt frá því að vera viðfelldinn
maður í kynning, en þó eru ekki svo mikil brögð að
því, að nokkur geti borið sig beint upp undan því.
Tveir af skipverjum láta ekki sjá sig, þegar leggja á
af stað, og eru þá tveir svertingjar ráðnir í þeirra stað.
Goring á mikið saman við þessa menn að sælda. Eftir
10 daga siglingu frá New York hverfur kona skipstjóra
og barn þeirra. Daginn eftir finnst skipstjóri dauður á
þiljum uppi og heldur Goring því fram, að hann hafi
framið sjálfsmorð af sorg, af því skammbyssa fannst
við hönd hans. Tveimur vikum síðar sýnir Jephson
Goring, þegar þeir eru að talast við, stein í laginu eins
Kjarnar — Nr. 13
23