Kjarnar - 01.09.1950, Page 28
Það er ofurlítil smásaga; hún er svo smá og það er svo
vandfarið með hana að mér finnst hún varla mega við
því, að ég færi hana í letur. Hún er eins og smáblóm,
yndislegt og angandi, en svo veikt, að ekki má höndum
um fara. Hvað kom þá til þess, þar sem við sátum að
miðdegisverði, umkringdir af öllum þeim þægindum,
sem nútíðin getur veitt, og hlustuðum á imgu konuna
fögru sem sjálf var söguhetjan — hvað olli því, að sagan
fékk svo mikið á okkur, að hún er orðin í þessum hluta
Parísar, ein af þeim sögum, sem aldrei fyrnast, en ganga
í erfðir með öllum stéttum; sögum, sem allir kannast við,
og öllum þykir vænt um? Ef til vill af því að hún var
eins og ljósgeisli, sem allra snöggvast varpaði ljóma sín-
um yfir gáskann og léttúðina hjá okkur; ef til vill af því,
að eins og ein einasta smáhreyfing er oft og tíðum nóg
til þess að sýna, að limaburðurinn allur er fagur, þannig
þarf oft ekki nema fáein orð í hreinskilni töluð, til þess
að hreinleikur hjartans sjáist allur. Við höfum verið að
tala um þessar leyndardómsfullu hvatir, sem vísindin
eru búin að gefa nöfn og niðurröðun. Fáir menn eru
lausir við þær. Þessi óskiljanlegu öfl knýja einn mann
til að telja blómin á veggjapappímum eða bindin í bóka-
26
Kjarnar — Nr. 13