Kjarnar - 01.09.1950, Síða 29
skápnum, í einu orði, allt sem hann sér og hægt er að
telja. Annan láta þau setja sér það, þegar hann gengur
um strætin, að komast að tilteknum ljóskerastaur áður
en leiguvagninn sem á eftir kemur, nái honum, eða áður
en síðasta höggið heyrist frá klukkunni, sem er að slá.
Annan knýja þau til að raða niður ýmsum hlutum í kring
um sig, skoða einhverjar myndir, og horfa ofan í ein-
hverjar öskjur, á hverju kvöldi áður en hann hátti. Þau
eru veikur ómur í heila nútíðarmannsins, frjóangar ein-
ræðis og brjálsemi, sem ganga í erfðir frá kyni til kyns,
og festa að lokum djúpar rætur í manneðlinu. Við vorum
öll að játa upp á okkur þessa bresti, þessar hjátrúar-
grillur. Játning hinna gaf hverju okkar nýjan móð. Okk-
ur þótti vænt um, að hinir voru engu betri, eða jafnvel
verri, en við sjálf. En þar var kona ein ung, er ekki hafði
sagt neitt. Hún hlustaði, og það var ekki laust við, að
undrunarsvipur hvíldi yfir andlitinu fagra, sem greipt
var í umgjörð úr hrafnsvörtum hárlokkum.
„Og þér, frú mín góð,“ sagði einn okkar við hana.
„Hafið þér farið varhluta af þessum nútíðartrylling?
Getið þér ekki sagt frá neinu undarlegu í fari yðar?“
Hún virtist hugsa sig vandlega um. „Nei.“ Hún hristi
höfuðið. „Nei.“ Okkur fannst hún hljóta að segja satt,
því allt sem við vissum um hana bæði af sjón og við-
kynning, látbragðið prúða, mannorðið óflekkaða, gerði
hana öðruvísi en drósir þær, sem nýbúnar voru að játa
bresti sína. En svo var hún víst hrædd um, að það væri of
mikið stærilæti af sér að taka svona þvert nei fyrir, þar
sem allir hinir voru búnir að kannast við einhvem veik-
Kjarnar — Nr. 13
27