Kjarnar - 01.09.1950, Page 30
leika sinn. Hún sá sig um hönd. „Ég er hrædd um, að ég
geti ekki kannast við það, að ég sé vön að telja vagnana,
eða líta ofan í öskjurnar áður en ég fer að hátta. En þó
kom dálítið atvik fyrir mig hérna um daginn, sem virðist
svipað því, er þið voruð að tala um — ef ég skil ykkur
rétt, — það var einhver innri hvöt, sem knúði mig
með ómótstæðilegu afli til að framkvæma dálítinn hlut,
eins og líf lægi við.“
Að ósk okkar sagði hún söguna með yndislegri hæ-
versku. Það var eins og hún vildi beiðast afsökunar á því
að hafa leitt athygli okkar allra að svo lítilfjörlegu
atviki.
„Þetta er sagan í fám orðum. Fyrir fimm eða sex dög-
um síðan fór ég út með dóttur minni, henni Súsönnu
litlu. Hún er á níunda árinu, eins og þið vitið. Ég var að
fylgja henni til kennarans, þar sem hún átti að skila
lexíunni sinni, því litla telpan mín er farin að læra ýmis-
legt. Veðrið var svo fagurt, að við ásettum okkur að
ganga framhjá Champs Elysées og grasvöllimum og húsi
kennarans, sem er í La Fitte stræti. Það lá vel á okkur á
leiðinni; og við vorum að masa saman, þegar smádrengur
einn haltur skreiddist í veg fyrir okkur, og rétti út hönd-
ina þegjandi. Ég hélt á sólhlífinni í annarri hendinni, en
hinni um kjólinn minn, og ég verð að játa það, að ég
nennti ekki að stanza til þess að fara að leita að peninga-
buddunni. Svo ég hélt áfram, án þess að gefa drengnum
ölmusu.
„Við fórum ofan eftir Champs Elysées, hún Súsanna
og ég. Barnið hafði allt í einu hætt að tala; og ég mundi
Kjarnar — Nr. 13
28