Kjarnar - 01.09.1950, Side 31
ekki heldur eftir neinu umræðuefni, þó að ég vissi ekki
hvernig á því stóð. Frá því að við mættum beininga-
barninu og þangað til við komum á Place de la Concorde,
hafði hvorug okkar sagt eitt einasta orð. Smám saman
fór mér að verða órótt, eins og ég hefði valdið einhverju
óbætanlegu tjóni, og það vofði yfir mér einhver hulinn
voði fyrir þá sök. Ég reyni ævinlega að líta hlutdrægnis-
laust á það, sem ég hef gert, svo ég hélt próf yfir sjálfri
mér þarna á leiðinni.
„Það er ómögulegt,“ sagði ég við sjálfa mig, „að ég
hafi framið stórt brot móti boðorðum kærleikans, þó að
ég gæfi þessu beiningabarni ekkert. Ég hef aldrei þótzt
gera mér það að skyldu, að gefa hverjum, sem ég mætti.
Ég skal vera rausnarlegri við þann næsta, og svo ekki
meira um það.“
En allar viðbárur mínar voru til einskis. Óróleikinn
fór vaxandi og varð næstum því að sárri angist. Aftur
og aftur var ég komin á fremsta hlunn með að snúa við
til að finna drenginn; en, viljið þið trúa því, ég gat það
ekki, fyrir einhverju ofdrambi, í viðurvist dóttur minnar.
Við erum býsna djúpt sokkin, þegar við þorum ekki að
breyta rétt, aðeins fyrir það, sem aðrir kunna að segja
um okkur.
Við áttum skammt eftir af leiðinni, og vorum komnar
fyrir hornið á La Fitte strætinu, þegar Súsanna kom
ofurlaust við handlegginn á mér. „Mamma,“ sagði hún.
„Hvað er það, barnið mitt?“ Hún leit upp, beint framan í
mig, með stóru augunum sínum bláu, og sagði alvöru-
gefin. „Mamma, því gafstu honum ekkert, aumingja litla
Kjarnar — Nr. 13
29