Kjarnar - 01.09.1950, Page 35
ingur talar nú mikið um hvort drottningin muni giftast
og þá hverjum. Margir halda að hún muni bíða þangað
til hún er tuttugu og eins árs. Það hefur flogið fyrir, að
hún hyggi til tengda við Coburg-ættina, en ef hún ætlar
að bíða, er þessu of snemma spáð.“
Browne, sem var sendifulltrúi Englendinga í Höfn
sendi til London frásögn um prinsinn, áður en hann fór,
og ber hún vott um að enginn við ensku hirðina vissi svo
sem neitt um hann. Að vísu var prinsinn aftur í ættum,
skyldur konungi, en Gliicksborgarættin hafði aldrei
fengið mikið tækifæri til að láta sín getið út um veröld-
ina. Browne farast svo orð: „Þessi ungi prins er aðeins
átján ára, mjög aðlaðandi, vel innrættur og ljómandi
laglegur að útliti. Mér er sagt að flutningur heillaósk-
anna til handa drottningunni svo og það að hitta frænd-
menn Ernest prins af Philipsthal séu eini tilgangur ferð-
arinnar. Þó get ég ekki komizt hjá að álíta, að prinsinn
eða jafnvel frekar vinir hans, hafi á bak við eyrað mikið
víðtækari áform í sambandi við þessa ferð. Sir Henry
Wynn (sendiherra Breta í Höfn), sem nú er í London
getur látið í té allar nánari upplýsingar varðandi hinn
unga prins og hugsanleg áform hans.“
Brezki sendifulltrúinn lét vita um brottför Kristjáns
prins til London og prinsinn sjálfur flutti með sér boð
sendifulltrúans. Nokkrum dögum áður ritaði Browne:
„Prinsinn hefur fengið konungsleyfi til að fara nú þegar
til London þar sem hann vill mjög gjarnan vera við-
staddur öll hátíðahöldin. Krónprinsinn sjálfur situr eftir
í eins konar stofufangelsi.“ Browne fer heldur dapur-
Kjarnar — Nr. 13
33