Kjarnar - 01.09.1950, Page 36
legum orðum um lundarlag krónprinsins og lætur þess
getið, að hann hafi þegar skilið einu sinni við konu sína
og sé að hugsa um skilnað í annað sinn. Prinsinn sé tal-
inn „frámunalega ástfanginn“ í ótiginni konu frá Freder-
icia og hafi hún orðið að giftast liðþjálfa nokkrum til að
forða hneyksli. „Talið er að krónprinsinn, sem er eini
maðurinn, sem er kominn í beinan karllegg af forföður
ættarinnar sé öldungis ófær til að geta börn,“ ritar sendi-
fulltrúinn.
En það tafðist að Kristján prins kæmi til London.
Blome sendiherra var orðinn óþolinmóður og ritar svo:
„Fyrir þrem vikum síðan hefur brezki sendifulltrúinn f
Höfn tilkynnt, að prinsinn sé væntanlegur þá og þegar
og hann er seinastur allra að sýna sig. Jafnvel Svíar eru
nú orðnir á undan okkur. Browne hefur látið það skorin-
ort í ljósi að prinsinn hafi í huga að köma sér í mjúkinn
hjá drottningu, en það verður að vera algert leyndarmál
að ég viti um þetta skeyti sendifulltrúans. Skeytið, eins
og öll önnur, hefur verið sýnt drottningu og sennilega
líka móður hennar, en það er líklegt, að móðirin muni
ekki líta prinsinn neinu vildarauga og langmest líkindi
eru til að honum verði ekki gefinn meir gaumur en
ströngustu hirðreglur krefjast." Blome er því mjög með-
mæltur að dvöl prinsins verði svo stutt sem unnt er,
„svo allt þetta slúður verði þar með að fullu kveðið
niður.“
Loks kom svo prinsinn til London og sendiherrann
ritar út af því nákvæma skýrslu: Prinsinn hafi rifið
hann upp úr rúminu klukkan sjö um morguninn af því
34
Kjarnar — Nr. 13