Kjarnar - 01.09.1950, Page 38
mínum, sem ég hafði lánað honum. Um kvöldið borðaði
hann með mér og Sir Wynn (sendiherra Breta í Höfn).
Á mánudaginn var hann gestur hertogafrúarinnar af
Gloucester, Soffíu prinsessu og hertogafrúarinnar af
Sussex, en sjálfur heimsótti hann þær allar og fékk hinar
ágætustu móttökur. Móðir drottningarinnar var ekki
alveg eins ljúf í viðmóti, en við heimsóttum hana sama
daginn. Hún var kurteis, en köld á manninn. Kvöldmat
borðuðum við hjá drottningu. Prinsinn var borðherra
hennar hátignar og talaði við hana yfir borðum og á
eftir. Hún gaf sig mjög að honum og getur prinsinn ekki
nógsamlega lofað ljúfmennsku hennar og lítillæti.“
Hvort samtalið var hins vegar um mjög skemmtileg
efni skal ósagt látið. Sennilega hafa þau talað saman um
hinn flókna skyldleika milli konungsfjölskyldnanna í
Englandi og Danmörku, þó Viktoría drottning væri
sennilega ekki eins forvitin þá og síðar um ógæfuferil
Karólínu Matthildar drottningar, en skuggi hennar féll
einmitt síðar á milli hennar og Kristjáns. Sama daginn
var prinsinn kynntur fyrir Adelaide ekkjudrottningu.
„Á mánudagskvöldið fór ég með prinsinn til London-
derry markgreifafrúar, en þar var samankomið
mikið af hinum ótignari samkvæmishetjum. Ég kynnti
hann öllum fegurstu stúlkunum. í dag fór hann um
borgina með unga Wynn og sá þá Tower og skipaleguna.
í kvöld förum við í söngleikahúsið og fáum þar stúku
ekkjudrottningarinnar. Allt gengur svo sem vel hvað
viðvíkur móttökunum, sérhver önnur „ósk“ mundi vera
sú mesta heimska.
36
Kjarnar — Nr. 1S