Kjarnar - 01.09.1950, Page 40
Kristján flýtti sér ekkert að því að fara frá London.
Eftir að prinsinn var kominn heim ritar Blome um heim-
sókn Belgjakonungs, en drottningin var frænka hans. Að
sjálfsögðu var talið að þau hefðu talað um giftingu
drottningar og með því að konungur var af ætt Coburg-
ara var >talið að hann mundi hafa hvatt drottningu til
að tengjast þeirri ætt. „Það vekur eftirtekt, að drottn-
ingin lætur sér alltaf meira og meira annt um belgisku
konungshjónin og er það ástæða til umhugsunar. Það
verður varla til að glæða vonir prinsins okkar. Samt tel
ég mjög ráðlegt að hann verði viðstaddur krýningar-
athöfnina."
Kristján hugsaði nú um fátt annað en næstu för sína
til London. Því fyrr, sem hann færi, því betra. En margs
var að gæta út af þeirri ferð og þá ekki sízt fjármálanna.
Öll Evrópuríkin höfðu í hyggju að senda fulltrúa sína
með glæsilegu föruneyti og horfa ekki í kostnað. Blome
áætlaði að fjögra vikna dvöl fyrir prinsinn mundi kosta
þúsund sterlingspund. Það þurfti að hafa fyrirhyggju
um ótalmargt, þjóna, skrautklæði, vagna. Loks rann svo
hinn mikli dagur upp og Kristján lét sér umhugað að
sóma sér sem bezt innan um alla viðhöfnina við krýn-
inguna. Hann varð að gæta sín fyrir öfund og afbrýðis-
semi, sem er venjulegt böl þar, sem margir stjórnar-
erindrekar eru saman komnir. Svo reyndi Blome að
hjálpa til eins og í hans valdi stóð.
„Til mikillar gremju hinum ýmsu stjórnarerindrek-
um,“ ritar Blome 26. apríl 1838, sendi drottningin yfir-
38 Kjarnar — Nr. 13