Kjarnar - 01.09.1950, Page 43
alvöru látið sér detta í hug að ílendast í Englandi. Ef
hann ætlar sér að koma aftur til Englands verður hann
að kunna ensku.“ Þannig ritar Blome og sýnir með þess-
um orðum að hann var þó ekki með öllu vonlaus. Hann
taldi drottninguna mjög óháða öðrum að hugsun og til-
finningum og hinar mismunandi skoðanir um væntan-
lega giftingu hennar gátu auðveldlega orðið til að
breikka það bil, sem var milli hennar og móðurinnar.
Blome er sannfærður um að ekkert verði úr því, að her-
togafrúnni af Cambridge takizt að gera son sinn að
manni drottningar. „Enginn efi var á að hertogafrúnni
var þetta mjög í huga, en jafnframt víst, að hún yrði að
láta af slíku áformi. Drottningin' hafði aldrei mikinn
augastað á Cambridgefólkinu í heild né prinsinum sér-
staklega. Enginn, sem hafði verið í höll þeirrar ættar
gat látið sér detta annað í hug. En hver átti þá að hreppa
hnossið. Enginn vissi neitt með sannindum, en margir
töldu að prins af Coburg yrði hlutskarpastur og aðeins
væri beðið eftir hæfilegu tækifæri til að lýsa trúlofun-
inni. Ég hafði þann heiður að vera viðstaddur síðustu
móttökuathöfn drottningar. Ekki hefur hún skánað í
útliti. Hún hefur ekki gott yfirbragð. Hún er of ung til
að þola alla þessa viðhöfn. Langar vinnustundir, kvöld-
verður og dans langt fram eftir allri nóttu, eru ekki við
hæfi átján ára stúlku.“
Þann 21. ágúst 1838, ritar Blome: „Hvað viðvíkur fyrir-
hugaðri ferð Belgjakonungs til London segja góðar
heimildir, að stjómin kæri sig ekki um að hann komi og
vilji hindra það. Tilgangur hans með ferðinni er í fyrsta
Kjarnar — Nr. 13
41