Kjarnar - 01.09.1950, Page 44
lagi eiginn hagur og þar næst vill hann miðla málum
milli móður og dóttur, en samkomulag þeirra fer stöðugt
versnandi. Loks er það ætlun hans að ganga að fullu frá
giftingarfyrirætlunum, sem lengi hafa verið í deiglunni,
en ef úr því yrði væri úti um allar vonir unga sendi-
mannsins okkar. Hertogafrúin af Cambridge er í Kew.
Ég hef heyrt ýmislegt frá henni, sem sýnir að hún er
full afbrýði í garð prinsins okkar vegna þess hve honum
var vel tekið. Ef ég væri ekki viss um að allar slíkar
vonir eru fánýtar, hefði þetta auðveldlega getað kastað
ryki í augu mér. Ég vildi óska, að prinsinn væri meiri
atgervismaður andlega heldur en hann er.“
í febrúar 1839, hefðu vonir Kristjáns prins vafalaust
glæðst ef hann hefði lesið bréfin frá Blome, en senni-
lega hefur hann aldrei séð þau þó sendiherrann væri í
stöðugu sambandi við móður hans. Sendiherrann skýrir
frá því, að drottningunni og móður hennar komi ver og
ver saman. í september farast honum svo orð: „Almanna-
rómurinn er að drottningunni komi ekki til hugar að
láta að óskum frænda síns eða móður og að ríkisstjórnin
sé henni samdóma í þessu.“
Blome vonaði, að veizluglaumurinn tæki brátt enda.
Hann var orðinn þreyttur og svo var mn alla nema þá
yngra fólkið, þar á meðal Kristján prins. „Hann er auð-
vitað alls staðar og þykir fyrir að verða að yfirgefa
London. Hann er jafnvel vinsælli hér nú en í fyrra
skiptið. Ég heyri honum alls staðar hrósað og hann á
það skilið vegna snoturleika og feimnislausrar prúð-
mennsku. Þó Englandsferð hans beri ekki annan og
Kjarnar — Nr. 13
42