Kjarnar - 01.09.1950, Page 45
meiri árangur, þá má telja að návist dansks prins hér
hafi vakið athygli og hann hefur kynnzt mörgum, sem
að haldi geta komið síðar. Ég var áðan hjá prinsinum.
Hann borðaði morgunverð hjá hertogafrúnni af Bucc-
leugh og kvöldmat borðar hann hjá hertoganum af Cam-
bridge, en í kvöld fer hann á dansleik hjá Soult mar-
skálki. Svona er áætlunin í dag.“
Þann 20. júlí rann upp brottfarardagurinn. Blome til-
kynnti: „Prinsinn af Glucksburg fer heimleiðis í kvöld.
Hann var í gærkvöldi í hirðveizlu og kvaddi drottning-
una. Framkoma hans og aðlaðandi útlit hafa unnið allra
hjörtu. Margir hafa látið í ljósi óskir, sem eru okkur hug-
stæðar, en lítil von um uppfyllingu þeirra þó enginn geti
sagt um það til eða frá með fullri vissi. Það eina, sem er
vitað er að ekkert verður fullákveðið fyrr en drottningin
er orðin 21 árs svo enn eru ekki allar vonir prinsins úti.
Kona nokkur sagði við mig í gær: „Vitið þér, að sagt er,
að drottningin sé ástfangin af prinsinum ykkar.“ Þetta
eru stærri orð en ástæða er til. En að minni hyggju er
víst að hann hefur fallið henni vel í geð og að enginn
annar hefur gengið betur í augu hennar. Möguleikarnir
eru fyrir hendi.“
Blome dæmdi prinsinn ekki mildilega. Kristján var þó
ekki annað en drengur, sem ef til vill hafði dansað of
mikið og lítið gætt þeirra tækifæra, sem London bauð
honum til aukinnar menntimar. Blome gefur leiðbein-
ingar um nám hans framvegis, hann verði að læra ensku
og yfirleitt verði þekking hans að svara betur til hins
góða útlits. Ef hann ætli í alvöru að gera sér þær háu
Kjarnar — Nr. 13
43