Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 47
endurminningar um viðhöfn og skraut. Dvöl hans fáum
árum síðar við keisarahirðina í St. Pétursborg komst þar
ein í samjöfnuð. Hann hafði jafnvel leyst erindi sitt
betur af hendi en búizt var við. Ferðin hafði orðið
nokkuð kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð
fyrir. En sendiherrann sagði: „Ég get fullvissað um, að
hér var engu eytt í óhófi nema ef vera skyldi að meiru
hafi verið eytt í klæðnaði en komizt hefði orðið án.“
Eftir að prinsinn varð höfuðsmaður í riddaraliðinu.
hélt hann um tíma áfram að búa hjá Linde yfirforingja,
en brátt flutti hann í aðsetur herdeildar sinnar við
Frederiksholm kanal og bjó þar næstu ár, en stundum í
Gulu höllinni. En Friðrik VI. vildi mjög gjarnan senda
Kristján og annan frænda sinn, Friðrik af Hessen, í
háskóla. Oxholm nokkur skyldi hafa eftirlit með þeim
og vera leiðbeinandi, en hann var áður kunnugur Krist-
jáni. Þeir fóru upp eftir Rín í október 1839 og héldu til
háskólabæjarins Bonn, en sá skóli var í miklu áliti.
Kristján innritaðist til náms í lögum og sögu og lagði
hann mesta áherzlu á fræðibækur Jahn’s um sögu Kal-
marsambandsins.
Kristján prins varð fyrir fyrsta vinamissi, sem hann var
nógu gamall til að átta sig á, aðeins fáum vikum eftir að
hann kom til Bonn, en þá lézt velgerðarmaður hans,
Friðrik VI. Konungur hafði svo að segja gengið honum
í föður stað og féll Kristjáni mjög illa, að geta ekki verið
við útför hans, en ekki þótti tiltækilegt að prinsinn færi
aftur til Hafnar svo stuttu eftir að hann hafði lagt í
langa og kostnaðarsama ferð ti-1 Bonn. Á gamalsaldri
Kjarnar — Nr. 13
45