Kjarnar - 01.09.1950, Page 48
sagði Kristján við Rördam: „Mér varð dauði Friðriks VI.
til óumræðilegrar sorgar. Mér þótti vænt um hann sem
föður minn. Ég gat ekki snúið aftur heim, en þar var
nám mitt og hinar erfiðu samgöngur til hindrunar. Það
var mjög kært er ég fékk sendan hring sem geymdi lokk
úr hári konungs og mat ég þann hring mikils. Ég týndi
honum þegar ég fór frá Bonn og hélt jafnvel að honum
hefðið verið stolið, en af hendingu fann ég hann fimmtíu
árum seinna í smákassa innan um hitt og annað dót.“
Oxholm, sem var mikill vinur prinsins ritaði nýja
konunginum Kristjáni VIII. hve prinsinn hefði tekið sér
dauða frænda síns nærri: „Kristján prins er niðurbeygð-
ur af sorg eftir hinn mikla missi og ég hef leyft mér að
fullvissa hann um, að yðar hátign mimi virða það til
betri vegar, þó að hann skrifi yður ekki strax, meðan
hann er svo öldungis utan við sig og ringlaður, til þess
að leita hjá yður trausts og halds, sem hjartagæzka hans
og eðallyndi verðskulda.“
Vorið 1840 ferðaðist prinsinn til Wiirzburg, Regens-
burg, Augsburg og Munchen og alla leið til Feneyja og í
bakaleiðinni fór hann um Stuttgart til Bonn. Þessi fyrsta
ferð hans til Suður-Evrópu hafði mikil áhrif á hann.
Síðar fór hann í stutta för til Frakklands. í apríl 1841 fór
hann um ýmsar borgir og til Berlínar. Hann kom þangað
í fögru vorveðri og þótti honum borgin fögur og kon-
ungshirðin skemmtileg. Friðrik Vilhjálmur I, sem var
nýorðinn Prússakonungur var að mörgu leyti mjög að-
laðandi maður og þótti Kristjáni prins mjög skemmti-
legt að vera gestur hans í nokkra daga. Einnig dvaldi
46
Kjarnar — Nr. 13