Kjarnar - 01.09.1950, Side 52
BÝSNIN MESTA Á SJÓ
Framhald af bls. 24
maimkyninu fyrir kattarnef. Hann fann það upp að
slátra allri skipshöfninni, hann skaut skipstjóra og
hratt konunni og barni hennar fyrir borð - þetta gerði
hann allt saman aðallega að gamni sínu. Honum tókst að
sigla skipinu undir Afríkustrendur, með því að skekkja
mælingaráhöldin, og koma þar undir land, sem fyrir var
þjóðflokkur, er hann ætlaði sér að ríkja yfir.
Til allrar ógæfu fyrir hann átti þjóðflokkur sá sér
skurðgoð, sem eyrað var brotið af. Það var steinninn
sem Jephson var gefinn, og svertingamir héldu hann
höfðingja sinn, af því hann átti steininn.
Til þess að losna við Jephson, af því hann var fyrir
honum, til að komast til valda og því hann þorði ekki
að drepa hann, þá lét Goring hann fá bát og sagði
honum að halda til Gibraltar. Jephson fór að hans
ráðum, varð þann veg lífs auðið og til frásagnar um
töku Maríu Celeste og afdrif skipshafnarinnar. En, eins
og hann sjálfur kannast við, hefur hann engan fundið,
sem vill leggja trúnað á sögu hans.
-----o-----
— Dóttir mín er fyrir list.
— Já, mín nennir heldur ekkert að gera.
★
50
Kjarnar — Nr. IS