Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 55
eina móti að fara burt úr borginni. Gamall vinur minn,
Hayter ofursti, sem ég hafði stundað í Afghanistan, hafði
fengið lausn frá embætti og keypt sér búgarð í nánd
við Raigate í Surray. Hann hafði boðið mér að heimsækja
sig og vera hjá sér um tíma; síðast er ég átti tal við hannr
bauð hann mér að taka vin minn Sherlock Holmes með..
Mig langaði sjálfan til að lyfta mér upp frá læknisstörf-
um mínum og dvelja á landinu um vortímann; gerði ég
þá allt er í mínu valdi stóð til að telja Holmes á að koma
með. Þegar ég sagði honum, að ofurstinn væri ókvæntur
og að hann gæti fengið að lifa og láta sem hann vildi,
féllst hann á tillögu mína, og að viku liðinni vorum við
á heimili ofurstans. Ofurstinn var gamall hermaður, sem
hafði ferðast víða og kunni frá mörgu að segja; áttu þeir
því vel saman hann og Holmes eins og ég hafði búizt við
og urðu strax mestu mátar.
Daginn, sem við komum, sátum við eftir að hafa
borðað miðdegisverð, allir þrír í biðstofu ofurstans.
Holmes lá í legubekknum, en Hayter sýndi mér skot-
vopnasafn sitt. „Það er satt,“ varð honum allt í einu að
orði, „ég ætla að stinga á mig einni skammbyssunni, ef
eitthvað skyldi bera að höndum.“
„Eitthvað skyldi bera að höndum! Hvað eigið þér við?“
spurði ég.
„Já, við höfum í seinni tíð verið ónáðaðir hér. Það
hefur verið brotizt inn hjá Acton gamla, sem er einn af
ríkustu jarðeigendum hér um slóðir. Að vísu var tjónið
ekki mikið, en ennþá hefur ekki náðst í þjófana.“
Kjarnar — Nr. 13
53