Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 57
á landsbyggðinni snerist upp í allt annað en við höfðum
hugsað okkur. Þegar við sátum að morgunverði, kom
þjónn ofurstans inn og sagði: „Hafið þér heyrt það, sem
skeð hefur hjá Cunningham?“ „Innbrot?" spurði ofurst-
inn með bollann í hendinni. „Nei, morð!“ Ofurstinn blés
við og sagði: „Hver er drepinn — sá gamli eða sonur
hans?“ „Nei, hvorugur þeirra. Það er Vilhjálmur vagn-
stjóri. Skotinn í hjartað, — féll steindauður án þess að
gefa hljóð frá sér.“ „Hver skaut hann?“ Innbrotsþjófur-
inn. Hann rauk af stað sem kólfi væri skotið, og hvarf,
Vilhjálmur kom að honum í því að hann brauzt út um
eldhúsgluggann, en hann varð að láta lífið veslingurinn,
af því að hann vildi verja eign húsbónda síns. „Um hvert
leyti var það?“ „í nótt sem leið, um miðnætti.“ „Jæja,
þá held ég að ég verði að fara þangað í dag,“ sagði ofurst-
inn, og tók að snæða. „Það er leiðinlegt,“ bætti hann við,
þegar þjónninn var farinn. „Cunningham gamli er sá
elzti og mest virti óðalsbóndi hér um slóðir. Honum mun
falla þetta þungt, því vagnstjóri þessi hefur verið hjá
honum í mörg ár og verið trúr þjónn. Það eru náttúrlega
hinir sömu fantar, sem brotizt hafa inn hjá Acton.“
„Og stolið hafa þessu merkilega safni,“ sagði Holmes.
„Já.“ „Hum, það er nú kannske ekki eins flókið og sýnist
—, haldið þér ekki? Menn skyldu ætla, að þjófafélag,
sem heldur til hér um slóðir, myndi breyta dálítið
til og ekki á svo stuttum tíma gera vart við sig á stöðum,
sem eru svona nálægir hver öðrum. Ég hugsaði með mér,
þegar ég sá hvílíka varúð þér ætluðuð að viðhafa í gær-
kvöldi, að þjófarnir myndu tæplega gera vart við sig hér
Kjarnar — Nr. 13
55