Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 58
aftur, en það sýnir, að ég á eftir að læra meira.“ „Ég
ætla, að glæpamaðurinn sé hér úr grenndinni,“ sagði
ofurstinn, „og þá er það eðlilegt að hann gerði fyrst vart
við sig hjá Acton og Cunningham, því þeir eru mestu
bændurnir hér um slóðir.“
„Og ríkustu?“
„Það ættu þeir að vera. En þeir hafa átt í málum í
nokkur ár, sem hafa kostað þá báða mjög mikið, Acton
gamli þykist eiga heimting á hálfri fasteign Cmming-
hams.“ „Sé þjófurinn hér úr grenndinni, þá mun það
naumlega vera erfitt að ná í hann,“ sagði Holmes. „En
ég fullvissa þig, Watson, að ég ætla ekki að skipta mér
af þessu.“ „Lögreglustjóri Forrester,“ tilkynnti þjónninn
um leið og hann opnaði dyrnar. Lögreglustjórinn, ungur,
laglegur maður, gekk inn. „Góðan daginn, herra ofursti,“
sagði hann, „ég vona að ég geri yður ekki mikið ónæði;
en svo er mál með vexti, að við höfum heyrt, að herra
Sherlock Holmes sé hér hjá yður.“ Ofurstinn benti á vin
minn, og lögreglustjórinn hneigði sig. „Við héldum að
þér vilduð gera svo vel og gera oss dálítinn greiða, herra
Holmes.“ „Enginn flýr örlög sín, Watson minn,“ sagði
Holmes hlæjandi. „Við vorum einmitt að tala um þetta
þegar þér komuð, herra lögreglustjóri. Þér getið máske
gefið oss einhverjar upplýsingar.“ Síðan hallaði hann
sér aftur á bak í stólinn, lygndi aftur augunum og spenti
greipar eins og hann var vanur þegar hann hugsaði um
þessháttar. Nú sá ég að öll von um hvíld var þrotin fyrir
vin minn.
„Eftir innbrotið hjá Acton höfðum við ekkert að fara
50 Kjarnar — Nr. 13