Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 59
eftir, en nú höfum við nægilegt að fóta okkur á, og það
er auðséð að það eru nú aftur sömu glæpamennirnir.
Maðurinn sást.“ „Svo-o!“ „Já, herra minn, en hvarf sem
örskot eftir að hafa skotið Vilhjálm. En Cunningham sá
hann í gegnum svefnherbergisgluggann, og Alec Cunn-
ingham sá hann hlaupa að húsabaki. Klukkan var fjórð-
ung stundar meir en ellefu þegar æpt var niðri í garðin-
um. Cunningham gamli var háttaður, en Alec sat uppi
og reykti pípu sína. Þeir heyrðu þá báðir að Vilhjálmur
kallaði á hjálp, og Alec hljóp ofan til að vita hvað á
gengi. Bakdyrnar voru opnar og sá hann þegar hann
kom niður, að tveir menn voru í áflogum þar fyrir utan.
Annar skaut, en hinn féll til jarðar, en morðinginn hljóp
yfir girðinguna. Cunningham gamli sá hann gegn um
svefnherbergisgluggann, en missti sjónar af honum
þegar hann var kominn út á brautina. Alec Cunningham
hljóp til hans fallna, en fanturinn hvarf í sömu andránni.
Morðinginn var meðalmaður á vöxt, dökkklæddur, en
aðrar upplýsingar um hann höfum við aldrei fengið."
„Hvað var Vilhjálmur að gera þarna, og sagði hann
nokkuð áður en hann gaf upp öndina." „Ekki eitt einasta
orð. Hann bjó með móður sinni í litlu húsi skammt þar
frá og þar sem hann var mjög trúr þjónn, höldum við að
hann hafi farið heim til Cunninghams til að sjá hvort
allt væri þar í röð og reglu, því að náttúrlega voru margir
skelkaðir eftir innbrotið hjá Acton. Þjófurinn hlýtur að
hafa brotið upp bakdyrnar, því lásinn var sprengdur upp
þegar Vilhjálmur kom að honum.“
Kjarnar — Nr. 13
57