Kjarnar - 01.09.1950, Síða 60
„Sagði Vilhjálmur ekkert við móður sína áður en hann
fór af stað.“
„Hún er gömul og heyrnarlaus svo ekkert er á hennar
orðum að græða. Dauði sonarins hefur sturlað hana, og
að því er ég hef heyrt hefur hún aldrei verið greinagóð.
En hér höfum við dálítið, lítið þér á!“ Hann tók lítinn
bréfsnepil upp úr vasabók sinni. „Þetta fannst í hendi hins
myrta. Þetta lítur út fyrir að vera stykki úr sendibréfi.
Tíminn sem stendur hér á sneplinum er einmitt sá tími,
sem morðið var framið á. Það er augljóst, að annaðhvort
hefur morðinginn slitið það úr bréfi, sem Vilhjálmur
hefur haldið í, eða Vilhjálmur úr bréfi, sem morðinginn
hefur haldið í. Það lítur út fyrir, að hér hafi einhverjir
verið að mæla sér mót.“ Holmes tók við sneplinum sem
hljóðaði þannig:
.................gjöra svo vel að koma
......................15 mín. yfir ellefu
.......................... sem sjálfsagt
„Sé miðinn stefna til móts,“ sagði lögreglustjórinn,
þá er ástæða til að ætla, að Vilhjálmur, vagnstjórinn,
hafi verið í vitorði með þjófnum, þó að hann hafi verið
álitinn trúr þjónn. Þjófurinn hefur þá stefnt honum til
að mæta sér þarna og hann hefur hjálpað til að brjóta
upp dyrnar; en síðan hafa þeir orðið ósáttir.“
„Þessi miði getur haft mjög mikla þýðingu,“ sagði
Holmes, sem hafði skoðað miðann mjög nákvæmlega.
„Nú er málið orðið allt annað en ég bjóst við í fyrstu.“
58
Kjarnar — Nr. 13