Kjarnar - 01.09.1950, Side 61

Kjarnar - 01.09.1950, Side 61
Holmes horfði í gaupnir sér, en lögreglustjórinn brosti að, hvaða áhrif þetta hafði á hinn nafnfræga leynilög- reglumann. „Sú tilgáta yðar,“ sagði Holmes, „að þjónn- inn hafi ef til vill verið í vitorði með þjófnum og að þessi miði sé partur af bréfi, hvar annar stefnir hinum til móts, er mjög skörp.“ Hann sat skamma stund í djúpum þönk- um. En þegar hann leit upp aftur, sá ég að roðinn hafði færzt í vanga hans og augu hans voru orðin jafnsnör og áður en hann sýktist. Hann stökk upp frá stólnum með sínu forna fjöri. „Nú skal ég segja yður nokkuð,“ sagði hann, „mig langar til í ró og næði að athuga þetta mál betur. Með yðar leyfi ofursti ætla ég að yfirgefa yður og Watson vin minn og fara af stað með lögreglustjóranum, til að vita hvort það sem mér hefur komið til hugar fari ekki nærri sanni. Eftir hálfa stund kem ég aftur.“ Samt sem áður leið hálfönnur klukkustund þangað til lög- reglustjórinn kom aftur og var Holmes ekki með honum. „Holmes gengur fram og aftur hér úti á akrinum,“ sagði hann. „Hann langar til að við allir göngum á morðstað- inn.“ „Til Cunningham?“ „Já.“ „Hvers vegna?“ Lög- reglustjórinn yppti öxlum. „Það get ég ekki sagt með vissu. Ykkur að segja held ég, að Holmes sé ekki orðinn albata. Framkoma hans er mjög einkennileg og hann er í ákafri geðshræringu." „Ég held að þér þurfið ekki að vera áhyggjufullur, hvað það snertir,“ sagði ég, „mér hefur þó fundizt að æði hans stefna að einhverju vissu.“ „Öðrum kynni að sýnast það vera eitthvað æðislegt við framkomu hans,“ tautaði lögreglustjórinn. „En hann vill komast af stað sem fyrst, ofursti, svo ef þér Kjarnar — Nr. 13 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.