Kjarnar - 01.09.1950, Side 61
Holmes horfði í gaupnir sér, en lögreglustjórinn brosti
að, hvaða áhrif þetta hafði á hinn nafnfræga leynilög-
reglumann. „Sú tilgáta yðar,“ sagði Holmes, „að þjónn-
inn hafi ef til vill verið í vitorði með þjófnum og að þessi
miði sé partur af bréfi, hvar annar stefnir hinum til móts,
er mjög skörp.“ Hann sat skamma stund í djúpum þönk-
um. En þegar hann leit upp aftur, sá ég að roðinn hafði
færzt í vanga hans og augu hans voru orðin jafnsnör og
áður en hann sýktist. Hann stökk upp frá stólnum með
sínu forna fjöri. „Nú skal ég segja yður nokkuð,“ sagði
hann, „mig langar til í ró og næði að athuga þetta mál
betur. Með yðar leyfi ofursti ætla ég að yfirgefa yður og
Watson vin minn og fara af stað með lögreglustjóranum,
til að vita hvort það sem mér hefur komið til hugar fari
ekki nærri sanni. Eftir hálfa stund kem ég aftur.“ Samt
sem áður leið hálfönnur klukkustund þangað til lög-
reglustjórinn kom aftur og var Holmes ekki með honum.
„Holmes gengur fram og aftur hér úti á akrinum,“ sagði
hann. „Hann langar til að við allir göngum á morðstað-
inn.“ „Til Cunningham?“ „Já.“ „Hvers vegna?“ Lög-
reglustjórinn yppti öxlum. „Það get ég ekki sagt með
vissu. Ykkur að segja held ég, að Holmes sé ekki orðinn
albata. Framkoma hans er mjög einkennileg og hann er
í ákafri geðshræringu." „Ég held að þér þurfið ekki að
vera áhyggjufullur, hvað það snertir,“ sagði ég, „mér
hefur þó fundizt að æði hans stefna að einhverju vissu.“
„Öðrum kynni að sýnast það vera eitthvað æðislegt við
framkomu hans,“ tautaði lögreglustjórinn. „En hann
vill komast af stað sem fyrst, ofursti, svo ef þér
Kjarnar — Nr. 13
59