Kjarnar - 01.09.1950, Síða 62
getiS, væri bezt að við færum nú þegar.“ Við hittum
Holmes, gangandi fram og aftur á akrinum, niðurlútan
með hendumar í vösunum. „Þetta verður alltaf skemmti-
legra og skemmtilegra,“ sagði hann. „Þú valdir vel,
Watson, að velja þennan stað handa okkur að dvelja á,
þetta hefur verið yndisleg morgunstund.“ „Þér hafið þá
verið hjá Cunningham, skil ég,“ sagði ofurstinn. „Já,
ég hef verið þar með lögreglustjóranum.“ „Hafið þér
verið heppinn?“ „Já, við höfum tekið eftir ýmsu smá-
vegis. Meðan við erum á leiðinni þangað, skal ég segja
yður hvað við höfðumst að. Fyrst litum við á líkið, það
er satt að hann hefur verið skotinn." „Hafið þér efast um
það?“ „Já, það er bezt að efa allt í fyrstu til þess að rann-
saka allt. Rannsókn okkar var ekki heldur ónýt. Síðan
áttum við tal við Cunningham og son hans, sem bentu
okkur nákvæmlega á staðinn, þar sem morðinginn brauzt
yfir girðinguna, þegar hann flýði frá morðstaðnum. Þetta
er líka ákaflega þýðingarmikið.“
„Já, náttúrlega." „Því næst heimsóttum við móður
hins drepna, en þar fengum við engar upplýsingar, því
hún er gengin í barndóm.“ „En að hvaða niðurstöðu hafið
þér svo komizt?“
„Þessi glæpur er einhver sá einkennilegasti, sem ég
hef þekkt, en það getur verið að þessi för okkar hingað
geti leitt til þess að skýra málið. Ég ímynda mér, herra
lögreglustjóri, að við séum báðir á eitt sáttir um það, að
þessi pappírslappi, sem tiltekur á hvaða tíma morðið
hefur verið framið, hafi mjög mikla þýðingu.“ „Já, það
ætti að vera oss bending, herra Holmes.“ „Það er oss
60
Kjarnar — Nr. 13