Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 65
eldhúsið og lögðum hann í stól. Þar sat hann stundar-
korn og dró þungt andann. Um síðir reis hann upp og
bað afsökunar á veikleika sínum. „Eins og Watson getur
vitnað, er ég nýstaðinn upp úr veiki,“ sagði hann, „mér
er því miður hætt við áköfum aðsvifum". „Á ég ekki að
láta aka yður heim í vagni mínum?“ spurði gamli Cunn-
ingham. „Nei, þakka yður fyrir, þar sem ég er nú kominn
hingað, er það einn hlutur, er ég vildi sannfæra mig um.
Það er mjög auðvelt.“ „Hvað er það?“ „Sjáið þér til. Ég
gæti hugsað mér, að Vilhjálmur hafi ekki komið fyrr en
þjófurinn var búinn að fremja innbrotið. En mér virðist
að þér ætlið, að þjófurinn hafi ekki náð til að komast inn
þótt hann hafi verið búinn að brjóta dyrnar.“ „Já, það
virðist mér deginum ljósara,“ sagði Cunningham með
alvörusvip.
„Alec var ekki háttaður og myndi sjálfsagt hafa heyrt,
ef einhver hefði verið að rífa til í húsinu.“ „Hvar sat
sonur yðar?“ „Ég sat inni í herbergi mínu og var að
reykja.“ „Hvaða gluggi er það?“ „Herbergið þarna til
vinstri, við hliðina á herbergi föður míns.“ „Þá hefur
logað ljós bæði hjá yður og föður yðar, þykist ég vita.“
„Vitanlega.“ Mér virðist það mjög kynlegt,“ sagði Holmes
brosandi. „Það er mjög undarlegt, að innbrotsþjófur, —
og það meira að segja innbrotsþjófur sem fyrir skömmu
hefur misheppnast innbrot á öðrum stað, — skuli brjótast
inn í hús á þeim tíma sem hann sér ljós í gluggum og
minnsta kosti tveir menn eru á ferli í húsinu.“ „Hann
hlýtur að hafa verið fífldjarfur." „Já, það er auðvitað,
og ég hefði heldur ekki leitað ráða til yðar, ef gátan hefði
Kjarnar — Nr. 13
63