Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 69
skál með appelsínum og vatnsflaska. Um leið og Holmes
gekk fram hjá borðinu, þreif hann í það, og velti því
viljandi um. Skálin og flaskan fóru í þúsund mola, og
ávextirnir ultu út um gólfið. „Nú, Watson!“ sagði hann
mj "g rólegur og með köldu blóði, „hvað er það, sem þér
hafist nú að?“
Þrumulostinn tók ég að tína ávextina upp án þess að
bera á móti því, sem Holmes sagði því ég þóttist skilja,
að hann vildi að ég tæki sökina á mig. Hinir hjálpuðu
mér og reistu borðið við.
„Hvað gengur nú á?“ sagði lögreglustjórmn.
Holmes var horfinn. „Bíðum litla stund,“ sagði ungi
Cunningham. „Ég get ekki betur séð en þessi maður sé
ekki með fullu ráði. Við skulum vita.pabbi, hvað er orðið
af 1 onum.“
Þeir ruku út úr herberginu, en lögreglustjórinn, ég og
ofurstinn urðum eftir. Við litum hver á annan undrunar-
fullir. „Það veit trúa mín, að mér liggur við að halda
hið sama sem herra Cunningham," sagði lögreglustjór-
inn. „Þetta eru ef til vill afleiðingar af veiki hans, en
mér virðist þó reyndar, að —“
Allt í einu gall við óp: „Hjálp, hjálp, morð!“ Með
skelfingu þekkti ég rödd vinar míns, og sem óður þaut
ég fram í ganginn. Ópið, sem smám saman varð lægra
og lægra, kom frá herberginu, sem við fyrst vorum inni
í. Feðgarnir stóðu yfir Holmes, sem lá endilangur á gólf-
inu. Yngri Cunningham hélt fyrir kverkar honum, en
sá gamli togaði í aðra hendina á honum og sneri upp á.
Kjarnar — Nr. 13
67