Kjarnar - 01.09.1950, Qupperneq 72
orðið að leggja töluvert á mig. „Já, en nú vona ég að
þér hvílið yður og fáið ekki framar slík aðsvif, sem þér
fenguð hjá Cunningham.“ Sherlock Holmes hló dátt.
„Nú-ú —, aðsvifið skulum við minnast nánar á þegar við
komum að því,“ sagði hann. „Ég ætla að skýra málið fyrir
yður frá upphafi til enda og benda yður á þau ýmislegu
atvik, sem færðu mig að þessari niðurstöðu, og ef það
er nokkuð í frásögn minni, sem þér ekki skiljið, þá skuluð
þér grípa fram í fyrir mér.
Þegar koma skal upp glæp, er það mjög þýðingarmikið
atriði, að greina höfuðatriðin frá aukaatriðunum. Sé þess
ekki gætt, dreifist eftirtekt uppljóstarans, í stað þess að
beinast að ákveðnu marki. í þessu máli var ég frá byrj-
un í engum efa um, að ráðning gátunnar var fólgin í
pappírsmiða þeim, sem var í hendi hins drepna. En áður
en ég fer frekar út í þetta, vil ég vekja athygli yðar á
því, að ef vitnisburður Alec Cunningham hefði verið
sannur og morðinginn hefði flúið undir eins og hann
hafði skotið á Vilhjálm, þá gat hann ekki hafa kippt
bréfinu úr hendi hans. En hefði morðinginn ekki gert
það, hlaut Cunningham sjálfur að hafa gert það, því
þegar faðir hans var kominn ofan, voru nokkrir af vinnu-
mönnunum komnir þangað. Lítið þér nú á! Þetta atriði
er mjög einfalt, en lögreglustjórinn hafði algerlega
gengið fram hjá því, þegar hann hafði gengið út frá því
sem gefnu, að feðgarnir væru ekkert við verkið riðnir.
Ég hef þá reglu, að mjmda mér aldrei skoðanir fyrir-
fram, heldur ganga þá leið sem atvikin leiða mig, og þess
vegna var ég ekki kominn langt á leið þegar mér virtist
70
Kjarnar — Nr. 13