Kjarnar - 01.09.1950, Qupperneq 76
almennt innbrot og tekið því með sér þessa smáhluti,.
sem urðu þá fyrir hendi. Þetta allt var ljóst og létt, en
það var annað, sem var erfiðara. Það sem ég fyrst og
fremst þurfti að ná í, var hinn hluti bréfsins. Ég var viss
um að það var sá góði Alec, sem rifið hafði bréfið úr
hendi hins myrta, og sömuleiðis viss um, að hann hefði
stungið því í vasann á kvöldfrakka sínum. Hvar skyldi
hann annars hafa stungið því? En að vita hvort það
væri þar ennþá, var í öllu falli reynandi, og þess vegna
gekk ég inn í húsið. Feðgarnir mættu okkur, eins og þér
mimið, utan við eldhúsdyrnar. Til allrar heppni vissu
þeir ekki af þessum bréfsnepli, því þá hefðu þeir að
vörmu spori eyðilagt hinn hlutann. Lögreglustjórinn,
sem grunaði ekkert feðgana, hafði næstum sagt þeim
hvaða þýðingu þessi snepill gæti haft, þegar ég fékk
aðsvifið, og fékk þá þannig til að tala um annað.“
„Guð minn góður!“ sagði ofurstinn hlæjandi, „hefur
þá öll okkar meðaumkun gengið út yfir óverð-
ugan. Var þetta þá tóm uppgerð?“ „Ég verð að játa, að
það var meistaralega leikið,“ sagði ég og leit á Holmes.
,^Það er bragð, sem oft kemur að haldi,“ mælti hann.
„Þegar ég kom aftur heppnaðist mér með bragði, sem ekki
er svo erfitt, að fá gamla Cunningham til að skrifa orðið
„ellefu“, svo ég gat borið það saman við „ellefu“ sem
stóð í bréfinu.“
„Bölvaður auli hef ég verið,“ sagði ég. „Ég sá hvað
kom á þig þegar ég vegna veikleika míns gerði mér þá
minnkun, að muna ekki hinn rétta tíma,“ sagði Holmes
hlæjandi. „Mér þótti það vont að þurfa að baka þér þá
74
Kjarnar — Nr. 13