Kjarnar - 01.09.1950, Page 77
sorg, en það var ekki um annað að gera. Nú, — við geng-
um því næst allir upp á loft, og þegar ég kom inn í
fremsta herbergið og sá kvöldfrakkann hanga við dyra-
stafinn, heppnaðist mér að velta um borðinu með appel-
sínunum og vatnsflöskunni, og leiða þannig athygli
ykkar að öðru dálitla stund, til þess ég gæti laumast
burt og leitað í vösunum á frakkanum. En varla hafði ég
náð í bréfið, sem var í frakkavasanum eins og ég hafði
búizt við, þegar feðgarnir komu og réðust á mig með
slíkri grimmd, að ég held þeir hefðu drepið mig ef þið
hefðuð ekki komið svo fljótt mér til hjálpar. Ég finn
ennþá hvernig hinn ungi fantur hélt fyrir kverkarnar á
mér og hvernig gamli aulinn sneri upp á hendina á mér
til að ná í bréfið. Þeir sáu sem sé strax, að ég hefði þá
sanna að sök um glæpinn, og þessi snöggu umskipti frá
því að vera alveg öruggir, gerðu þá alveg tryllta. Ég
talaði við gamla Cunningham síðar nokkur orð um
ástæður til glæpsins. Gamli maðurinn auðmýktist og
játaði strax á sig glæpinn, en hinn var forhertur og hefði
verið búinn til að skjóta sig og aðra ef hann hefði náð í
skammbyssu sína. Það upplýstist, þegar hinn gamli var
yfirheyrður, að Vilhjálmur hefði vitað til að þeir gerðu
innbrot hjá Acton. Þegar hann þannig hafði fengið
hendur í hári þeirra, tók hann að pína þá um peninga og
hótaði þeim, að annars myndi hann koma upp um þá.
En Alec var ekki lamb að leika við. Hann valdi því þann
tíma, þegar allt var í uppnámi hér í grenndinni út af
innbrotinu hjá Acton, til að losa sig við þennan hættu-
lega mann. Hann lokkaði því Vilhjálm inn í garðinn og
Kjarnar — Nr. 13
75