Kjarnar - 01.09.1950, Side 82
sneri sér við og heilsaði brosandi heimasætunni er kom
til hans.
„Góðan daginn, ungfrú Judy,“ sagði hann. „Ég
hringdi til föðursystur þinnar og sagði henni að ég
kæmi.“
„Góðan dag, hr. Russell,“ svaraði stúlkan. „Frænku
þótti það leiðinlegt, að hún gat ekki verið heima þegar
þér komuð, til þess að taka á móti yður. Hún þurfti að
fara í búðir. Hér eru engir gestir komnir enn. Við-
skiptatíminn er varla kominn.“
Judy opnaði dyrnar, vék tilhliðar, og lét Dan fara
inn á undan.
Það var notalega svalt í litla anddyrinu. Birtan var
ekki sterk því rúðurnar í forstofunni voru úr lituðu
gleri. Dan mundi eftir Judy sem stelpu á gelgjuskeiði,
snöggri í hreyfingum og duglegri við að hjálpa frænku
sinni. En nú var hún orðin þroskaðri, en fögur hafði
hún alltaf verið.
Dan litaðist um og mælti: „Allt er hér óbreytt nema
þér, Judy.“ Hann horfði á han b osandi. Það voru
þrjú eða fjögur ár frá því að hann hafði komið á
þennan stað, en hann var jafn hrifinn af honum og þá.
Hann sagði: „Ég hef mikla ánægju af því að vera
kominn hingað. Veðrið er yndislegt í dag. Sólin skín,
og himininn er heiður og blár. Ég vona, að borðað verði
úti á svölunum, svo að hægt sé að njóta hins fagra
útsýnis. Það er falleg sjón að sjá dalinn og ána. Er
hægt að hugsa sér indælli stað? Það er eins og komið
væri til himnaríkis.“
80
Kjarnar — Nr. 13