Kjarnar - 01.09.1950, Síða 83
Hann þagnaði augnablik, en sagði svo: „Já, þér vitið
að líkindum, að ég er hingað kominn til þess að borða
miðdegisverð með — góðum vini. Ég sagði frænku yðar
það í morgun í símann.“
Hann fann til þess að það var hræsni að nefna
Lucille góðan vin. Það var réttara að kalla hana elsk-
una sína, eða unnustu. Nei. Þau voru ekki beinlínis
trúlofuð. Stundum var Lucille góð eins og engill, en
stundum eins og óvinur hans. Þá hélt hún honum í
fjarlægð með kuldalegu glotti. Hvor hliðin skyldi snúa
að honum í dag?
Judy strauk hárið upp frá enninu. Hún svaraði með
hægð: „Miðdegisverðurinn. Frænka sér vafalaust sjálf
um hann. En það má, ef til vill, bjóða yður tesopa nú
strax?“
„Það væri vel þegið. En er til kirsuberjamauk?“
„Já,“ svaraði Judy brosandi.
Hann mælti: „Munið þér ekki eftir því, hve sólginn
ég er í glómauk?“
„Judy svaraði ekki, en flýtti sér fram í eldhús.
Síðar mundi Dan ekki eftir því, um hvað þau töluðu
á meðan þau drukku teið. Hann mundi aðeins eftir
grábrúnum, blíðlegum augum hennar, fögrum höndum
og indælli rödd.
Jú, hann minntist veðurblíðunnar, gróðurilmsins og
fuglasöngsins.
Þau fóru út í garðinn, gengu um hann, skoðuðu blóm
og nytjajurtir, dáðust að kjúklingunum, litu inn í
svínastíuna og gáfu nýfæddum grísum auga.
Kjarnar — Nr. 13
81