Kjarnar - 01.09.1950, Síða 84
Þau gengu hlið við hlið.
Judy hló og var glöð. Það var auðséð að hún elskaði
þetta allt saman.
Þarna var svo heimilislegt. Það var eins og Dan
fyndi sjálfan sig í þessu umhverfi, hefði fundið eitt-
hvað, sem hann var búinn að týna, og vildi ekki missa
aftur, hvað sem í boði væri.
Svo gengu þau út á stíginn. Hann var svo mjór að
þau snertu hvort annað á ganginum, einkum voru það
hendurnar, sem slógust saman.
Er þau komu upp á hæð nokkra, en þaðan var dá-
samlegt útsýni, námu þau ósjálfrátt staðar, eins og það
hefði verið ákveðið fyrir fram, þó hvorugt segði neitt..
Þau þögðu. Bæði urðu vör við sams konar hughrif,
sömu tilfinningar. Það var sem rafneistar flygju á milli
þeirra og kveiktu í þeim. Þeim var ofvaxið að spyrna
á móti þessu. Sálir þeirra urðu hrifnæmar og angur-
værar. Var Amor með í föirnni?
Dan horfði út í bláinn.
Hafði ekki um margra ára skeið dulin eftirvænting
um hamingju, fjarri heimsins glaumi, falizt í sál hans?
Einhver óljós von um frið og ró, sólskin og ást úti
í sveit.
En Lucille? Hvað um hana? Var hún ekki mesta
keppikeflið?
Ósjálfrátt fór Dan að segja Judy frá hugsunum sín-
um. Hann sagði henni, að von hans um hamingju hefði
verið farin að fölna hin síðari ár. En nú kvaðst hann,
82
Kjarnar — Nr. 13