Kjarnar - 01.09.1950, Page 90
tillögur um ýmis áhugamál mín og samdi uppkast að
nefndarálitum í einum ellefu málum, t. d. um brúamál
o. fl. og og eru flest af þeim málum nú komin meira
og minna áleiðis. Hygg ég að hægt muni vera að fá
einhverjar upplýsingar um þetta í bókum sýslumanns-
ins í Suður-Þingeyjarsýslu.
Á þorranum um veturinn skrifaði ég nokkrum at-
kvæðamiklum kunningjum mínum í Þingeyjarsýsiu, t.
d. Jóni á Gautlöndum, Sigurði á Ljósavatni, Jóni Jóa-
kimssyni á Þverá o. fl. og bað þá að koma heim til mín
á fund og ræða mál þessi. Komu þeir á ákveðnum degi
og munu hafa verið um tíu. Ræddum við málin fram og
aftur, en um kvöldið, í fundarlok, brast á stórhríð, svo
ófært var að leggja út í veðrið. Sátu fundarmenn hjá
mér hríðteptir í tvo daga. Bar þá margt á góma og
ýmisleg mál þá rædd, sem síðar komu til framkvæmda
í Suður-Þingeyjarsýslu.
Um vorið var almennur fundur haldinn á Ljósavatni
og þar rædd mál þessi. Var þeim flestum vel tekið, en
þó afráðið að fresta sumum þeirra þangað til síðar.
Eitt sem til umræðu kom var brúargerð á Skjálf-
andafljót. Þeir sem til þekkja vita hvílíkur farartálmi
var að því brúarleysi. Urðu undirtektirnar góðar og
skyldu fundarmenn gangast fyrir samskotum hver í
sinni sveit, Jón á Gautlöndum í Mývatnssveit, Jón Jóa-
kimsson í Laxárdal, ég í Fnjóskadal o. s. frv. En þegar
á átti að herða gengu samskotin fremur seint og treg-
lega og fengust ekki loforð fyrir nema örlitlum hluta
þess fjár, sem til brúargerðarinnar þurfti.
88
Kjarnar — Nr. 13