Kjarnar - 01.09.1950, Side 94
Fnjóskadal hjá stjúpa mínum og móður. Hafði ég á
hendi verkstjórn við heyskap á sumrum, en var annars
oftast við smíðar.
Þá var það einn dag að Þorlákur Jónsson á Stóru-
Tjörnum kom til mín og sagði mér frá því, að Jón í
Fjósatungu hefði þá nýlega byggt fyrir sig stofu, en
svo hefði óhönduglega til tekizt, að loftið bæri ekki
nema mjög lítinn þunga, svo hann hefði orðið að setja
stoðir undir bitana. Bað hann mig að ráða sér hvað
gera skyldi til þess að styrkja stofuna.
Ég lofaði að ég skyldi líta á stofuna fyrir hann. Og
þegar ég kom þar fáum dögum síðar, sá ég að bitarnir
voru alltof grannir. Kálfasperrur voru á húsinu og þeg-
ar ég hef velt fyrir mér málinu, dettur mér í hug að
eins megi styrkja bitana með því að láta kraftinn koma
að ofan, engu síður en að neðan, með því að tengja
bitana við sperrukálfana, í stað þess að setja stoðir
undir, sem gerðu stofuna óvistlega.
Ég segi Þorláki, að hann skuli fara og kaupa sívala
járnteina, eins og ég tók til. Hann gerir það og ég
kem viku síðar og tengi saman sperrur og bita með
járnunum, sem hann hafði keypt. Þá gaf loftið sig
ekkert, þótt á það væri látin meiri þungavara en Þor-
lákur hafði áður ætlað að láta á það.
Þorlákur var mér nú mjög þakklátur og hafði orð á.
En ég sagði honum að ég haldi, að hér hafi mér dottið
annað meira og betra í hug en að treysta burðarþol
lofta í húsum, hér muni einmitt fundin hagfelld aðferð
til þess að búa til brýr. Það dugi eigi að setja skástífur
92
Kjarnar — Nr. 13