Kjarnar - 01.09.1950, Page 98
stöðugt að brúin skyldi komin upp þetta ár. Ég gerði
því ekki alvöru úr því að taka brúarefnið.
En þegar ég kom aftur um haustið á Seyðisfjörð,
var brúarefnið allt óhreyft þar enn. Nú fann ég Einar
Thorlacius sýslumann og sagði að það væri fullráðið
að ég flytti brúarefnið á Eyjafjörð og setti það á
Fnjóská.
Hann lét þá senda eftir Jóni sýslumanni á Eskifirði.
Þegar hann kom, lögðu þeir báðir fast að mér að gera
sýslunni ekki þá skömm að taka brúna. Ég sagði að
það væri ekki ég, heldur þeir og sýslubúar, sem gerðu
sér skömm. Þeir lofuðu öllu góðu, að brúin skyldi kom-
ast á ána næsta ár, en ég sagðist ekki trúa þeim lengur.
En — ef Otto Wathne lofaði að flytja brúna, þá tryði
ég honum.
Var nú Wathne sóttur. Lofaði hann að sjá um flutn-
inginn. Efndi hann það vel og flutti allt brúarefnið á
Héraðssand. Þaðan var því ekið um veturinn eftir Lag-
arfljóti til Eyvindarár. Og þegar ég kom frá Kaup-
mannahöfn næsta ár, var verið að enda við að setja
brúna á ána.
Að ég var svona strangur kom nokkuð af því, að
þegar ég var beðinn um miklu dýrari brú en ég hafði
lofað, vildi ég hneppa að þeim Múlsýslingum, að efna
sitt loforð. —
Þetta sem nú hefur verið sagt, varð til þess að orð
fór að komast á mig sem brúabyggingamann.
Enn hafði ekkert þokað fram málinu um brúargerð
á Skjálfandafljóti, frá því við Þingeyingar höfðum ver-
96 Kjarnar — Nr. 13