Kjarnar - 01.09.1950, Page 99
ið að bollaleggja hana fyrir mörgum árum. En nú. er
ég komst á þing, fékk ég' því framgengt í þinginu, að
samþykkt var að landssjóður legði fram fé til þess að
reisa brú á Skjálfandafljóti, einn þriðja af kostnaði,
gegn því að Þingeyjarsýsla legði fram einn þriðja og
Norður- og Austuramtið einn þriðja. Þá samþykkti og
þingið fjárframlag til brúargerðar á Jökulsá á Brú.
Mér var falið á hendur að sjá um smíðið á báðum
brúnum. Voru þær báðar gerðar með sama lagi og brú-
in á Eyvindará. Hafa þær nú staðið um 30 ár og reynst
vel.
Ég ætlaði að láta flytja Skjálfandafljótsbrúna upp til
Norðurlands, en hina til Austurlands. Það var ísaárið
mikla 1882. En þrátt fyrir allar íshindranir komust þó
báðar brýrnar á Húsavík og Seyðisfjörð og yfir árnar
næsta sumar. Ég hafði fengið Baldt timburmeistara,
sem var kunnugur hér, til þess að sjá um smíðið.
Síðan lét ég byggja með sama lagi brú á Glerá og
Þverá í Eyjafirði og ýmsar fleiri brýr. —
Þegar Norðlendingar höfðu fengið þessar brýr hjá
sér, fóru Sunnlendingar að leita til þingsins um fjár-
framlag til brúargerðar á Ölvesá. Ég sat þá á þingi og
var því mótfallinn að landið legði fram allt féð. Mér
fannst það sjálfsagt að sveitirnar, sem bjuggust við að
hafa mest gagn af brúnni, legðu og fram sinn skerf.
Málinu þokaði svo langt á þingi, að samþykkt var
að fá mann til þess að rannsaka brúarstæðið og gera
kostnaðaráætlun. Var til þess fenginn Windfeldt Han-
Kjarnar — Nr. 13
97