Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 102
kr. Segir þá Nellemann að ég hafi komið sér í ljótu
vandræðin. Hann sé búinn að fá lögin staðfest af kon-
ungi, bjóða út verk sem enginn vilji taka að sér fyrir
nánda nærri svo lítið fé sem fyrir hendi sé og geti því
ekki orðið neitt úr neinu og útboðið líti út eins og
gabbið eitt.
Ég svaraði honum, að hér væru engin vandræði á
ferðum, ég skyldi taka að mér að reisa brúna fyrir
66000 kr. Nellemann kvað það stoða lítt, þar sem hann
hefði ekki ráð á nema 60000 kr. Kvaðst ég þá mundi
taka að mér smíðið fyrir 600000 kri. og sagði honum, að
ég reiddi mig á 6000 kr. frá landshöfðingja. Varð Nelle-
mann feginn mjög þessum málalokum og hófust nú
samningar okkar á milli.
Þá var ég góður vinur Zöllners í Newcastle og út-
vegaði hann mér tilboð um brúarefnið hjá Waughan,
eftir teikningu, og líkaði mér vel.
Sumarið eftir byrjaði ég á stöplagerðinni, og næsta
ár þar á eftir á brúnni sjálfri.
Skipið, sem flutti brúarefnið átti að koma til Eyrar-
bakka 12. ágúst. Hinn 11., 12. og 13. ágúst var indælt
veður, en ekki kom skipið. Aðfaranótt hins 14. heyrði
ég brimhljóð mikið heim að Selfossi. Var þá komið
suðaustanveður, rokhvasst og brim stóð í 4 daga.
Hinn 16. kemur hraðboði úr Reykjavík og segir að
skipið sé þangað komið með allt brúarefnið og hafi ekki
getað hafnað sig á Eyrarbakka. Vilji skipstjóri nú ekki
annað, en leggja brúarefnið upp í Reykjavík.
Ég bregð við og ríð ofan á Eyrarbakka. Þar frétti ég
100
Kjamar — Nr. 13