Kjarnar - 01.09.1950, Page 103
að Guðmundur ísleifsson hafi sent skip til Reykjavíkur,
til þess að sækja hálfan farm af salti. Fór ég þá að semja
við Guðmund um að flytja brúarefnið á skipi sínu til
Eyrarbakka. Það var eitthvað um fimmtíu smálestir að
þyngd. Guðmundur neitar ekki flutningnum, hann vill
fá 1200 kr. fyrir hann, en ég vildi ekki gefa nema 500
kr. Við það var ekki komandi og varð ég að ganga að
því að borga það sem hann setti upp.
Þetta gerðist fyrra sumarið, sama sumarið og stöpl-
amir voru byggðir. Ég varð að fara norður áður en
skipið kom til Eyrarbakka og sá Guðmundur um land-
flutning brúarefnisins. Get ég ekki lokið miklu lofs-
orði á hann fyrir viðskipti okkar, eða afskipti hans af
brúarmálinu. —
Skal nú fárra atriða getið enn í sambandi við brúar-
smíðina seinna sumarið.
Einu sinni ætlaði enskur verkfræðingur sem við var
að flytja efni á bát yfir ána. Mér leizt ekki á það og
bannaði það, því að vöxtur var í ánni. En hann gerði
það eigi að síður. Trékláfar fylltir grjóti voru beggja
megin árinnar og strengur spenntur á milli. Var tiiætl-
unin að draga bátinn yfir á strengnum. Það fór að gefa
á bátinn þegar út á ána kom og sökk hann með öllu
sem í honum var og maðurinn drukknaði. Enginn vissi
hvað í bátnum hafði verið af brúarefni.
Ferju varð að sækja upp að Laugardælum, til þess
að ná bátnum sem var á hvolfi í ánni. Hann náðist, en
ekkert af járnunum sem í honum voru. Var ég nú í
mestu vandræðum staddur, því að brúarsmíðinni varð
Kjarnar — Nr. 13
101