Kjarnar - 01.09.1950, Page 111
irinn, herbergi er þeir höfðu leigt á veitingahúsi. Þarna
fór aðgerðin fram með aðstoð næturklúbbsstúlku.
Læknirinn skar í nef, kinnar, munn og fingurgóma
Docs.
Glæpamaðurinn var reifaður að aðgerðinni lokinni.
Hann leið miklar þrautir, og neyddist til þess að halda
kyrru fyrir um skeið.
Þegar umbúðirnar voru teknar af Barker, gekk hann
fyrir spegilinn. Hann var ekki ánægður, og öskraði:
„Þetta er hreinasta kák.“
Nokkrum vikum síðar hittu þeir Doc og félagi hans
dr. Moran drukkinn á veitingahúsi. Þeir fóru með hann
í skemmtiferð á báti. En frá því sást læknir þessi ekki.
Sagt var, að þeir félagar hafi látið fætur læknisins í
fötu með sementssteypu. Að því búnu fleygðu þeir
honum útbyrðis.
Barker hefndi sín ætíð á einkennilegan hátt, og dró
hefndina aldrei lengi.
Þegar einn úr glæpaflokknum kom fyrir rétt, en hann
hét Harvey Bailey, fékk hann J. Earle Smith sem
verjanda. Bailey var dæmdur sekur, þrátt fyrir ágæta
vörn Smiths.
En næsta morgun fannst lík Smiths á golfvelli. Hafði
hann verið skotinn. Glæpafélagið treysti honum ekki
og drap hann þegar í stað.
William J. Harrison var einn af undirtyllum Docs.
Örlög hans urðu meinleg.
Móðir Barkers skrifaði honum frá verustað sínum á
Atlantshafsströndinni, og sagði honum frá því, að Harri-
Kjarnar — Nr. 13
109