Kjarnar - 01.09.1950, Page 114
og tækifæri til þess að fremja þrettán morð með hjálp
glæpafélaga sinna.
ákólakennararnir hafa ekki veitt honum næga at-
hygli, ekki rannsakað hann nógu vel, ekki fengið sál-
sýkisfræðing til þess að rannsaka litla Barker.
Að líkindum hefði hann þá verið tekinn frá móður
sinni, er hafði svo vond áhrif á hann.
Ef til vill hefði mátt með viðeigandi umsjón eða ráð-
stöfunum losa hann við glæpahneigð Lans og mann-
vonzku. Að minnsta kosti hefði átt að taka hann úr um-
ferð, láta hann á hæli fyrir vandræðabörn, sýna honum
ástúð og reyna að uppræta hið illa úr sál hans.
Til þess að hið ameríska þjóðfélag verði heilbrigt,
verður að taka upp þessa aðferð.
Sá dagur mun koma, að þetta þykir sjálfsögð sjálfs-
vörn eða vemd til handa amerískum borgurum.
----o------
Fyrirtækið hafði gamlan karl fyrir sendil, sem þótti
æði gott í staupinu. Einu sinni sagði skrifstofustjórinn
við hann: — Ef þú hættir að drekka, Hans minn, mynd-
yrðu bráðum verða bókari hjá okkur.
— Uss, þegar ég er fullur, finnst mér ég vera forstjóri,
svaraði Hans.
112
Kjarnar — Nr. 13