Kjarnar - 01.09.1950, Page 116
Þau sátu hlið við hlið á bekknum. Hún stakk fingrun-
um í sandinn og lét kornin renna milli fingranna meðan
hún talaði. Víkin lá eins og glóandi spegill og breiddi
faðminn á móti sólsetrinu, sem farið var að varpa roða
yfir gullið í vestrinu. Úti á hafsbrúninni hófst þyrping
sundurlausra skýja eins og kastalaborg með höfuðturn-
um og stöplum, umkringd perlugráum þokuvegg. Það
kom hafgola rétt nógu mikil til að leggja hvíta silkibún-
inginn stúlkunnar að öxlum hennar og brjósti. Pilturinn,
sem nýkominn var frá vígstöðvunum og átti innan fárra
daga að hverfa aftur út í bál styrjaldarinnar, fanst sól-
setrið, rósemi þess, orðin, sem hann hlýddi á og stigu
upp frá himintæru djúpi sálar hennar — allt svo annar-
legt; hann horfði í kringum sig og hlustaði, ruglaður í
huga yfir meðvitund óumræðilegrar sælu. í raun og
veru vissi hann ekki, hvort þessi orð voru töluð til hans,
svo frábærlega vel sögð, hrein eins og ljósvakinn; orð,
sem hann óskaði að sér liðu aldrei úr minni. Þau voru
angandi frumknappar æsku, sem hæverskan og sið-
prýðin verndaði. Þegar hún sleppti orðinu og stundar-
þögn varð, fannst honum sem hann heyrði það fara í
titrandi endurómi um þögnina. Hann dirfðist ekki að
114
Kjarnar — Nr. 13