Kjarnar - 01.09.1950, Page 117
/
rjúfa þögnina, þrátt fyrir allt bráðlætið, sem var svo
harðla erfitt að bæla. í stað þess var unga stúlkan vís að
spyrja hann brosandi að einhverju, ellegar hún hélt
áfram ræðunni, og skeikaði þá ekki í vali völdustu orða,
að segja það sem henni bjó í brjósti og hvorki foreldrar
hennar né beztu vinstúlkur höfðu nokkurn tíma heyrt
hana víkja að. Þau streymdu svo lipurt, að hana hreint
furðaði; henni fannst með köflum hún vera komin inn í
ónumið umhverfi sinnar eigin sálar, þegar þau liðu af
vörum hennar.
Að lyktum, af því að hana setti hljóða og hún hætti að
brosa — yndisleg ásýndum, þar sem hún sat, og mjúkum
roða litbrigða himinsins hellti yfir hana, með endurskin
ráðgátu rökkursins á hörundsmjúka, þelhýra andlitinu
— tók hann til máls og gerði játningu um, hve hamingju-
samur hann væri. „Aldrei, hvergi hef ég verið eins sæll
og ég er nú.“
„Hafið gát á yður. Við komum okkur saman um að —“
„En þér voruð því samþykk, að við fyndumst eftir
þriggja ára bréfaviðskipti.“ „Það var einungis af því að
þér lögðuð svo fast að mér.“ „Sjáið þér eftir því?“ „Ég
veit ekki hvernig ég á að svara þóknanlega.“ „Þér gerðuð
það núna, ungfrú.“ „Já, en að minnsta kosti ekki af frjáls-
um vilja. Þó sögðuð þér einu sinni í bréfi til mín: Allt
ætti að vera gert af frjálsum huga.“ „Mikill skelfingar
dagur var það. Við vorum —“ Hann gerði sveiflu með
hendinni eins og væri hann að banda frá sér hræðilegum
endurminningum, sem mundu hafa fyllt víkina litlu með
dauðum mönnum og ógurlegum ofbeldisverkum, þar sem
Kjarnar — Nr. 13
115