Kjarnar - 01.09.1950, Page 118
sólin var að setjast á bak við hafsbrúnina svo að segja
hreyfingarlausa. Með golunni barst fallbyssuduna úr
fjarlægðinni, önnur, þriðja.
„Ég ætlaði að segja yður frá einnar klukkustundar við-
burði úr stríðinu, en þessir dynkir þögguðu niður í mér.“
Þau hlustuðu. Ekkert kom utan úr hafinu annað en hol-
skefla, sem hvelfdist á sandinn. Áhyggjuskýið fór ekki
af andliti hennar, og báðar hendur hennar krepptust
utan um sandinn, sem hún hafði fyllt þær með. „Eruð
þér ekki hrædd um að það slái að yður?“ Hún hrökk við
eins og hann hefði komið við hana. Svo svaraði hún með
hendingu eftir Verlaine:
„Nú er óskanna ágæta stund.“
Hún fór að tala um veizluna heima, og um gestina,
sem voru að spila vist, en það var ekki til neins. Hún
hafði jafnvel ekki einu sinni rænu á að horfa út á sjóinn.
Hann fór að tala um annað, en það var til einskis. Þau
voru, hvort í sínu lagi, að hugsa um hvort annað. í sann-
leika var það þetta, er gekk að þeim báðum jafnt og
olli því, að þau þögnuðu svo skyndilega. Hafsbrúnin var
að renna saman við gula blæinn, sem himininn hafði
tekið á sig, og dimmbrúnir, afskaplegir klettar komu
fram, sem gnæfðu yfir grængullinn sæflötinn. Hún var
að hugsa um það, að eftir örfáa daga sæi hann ekkert
annað en hervirki og eyðing ættjarðar þeirra þar úti, í
stað allrar þessarar dýrðlegu fegurðar og friðsælu. Á
sama augnabliki kallaði hann upp: „Að hugsa til þess,
að óhjákvæmileg nauðsyn skuli heimta mig þangað.“
Hann hélt áfram í sama tón: „Þér eruð einasta athvarfið,
116
Kjarnar — Nr. 13