Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 120
hennar að minnsta kosti; hvort hún væri óháð eða, þó
ekki væri meira en hún segði sér um háralit sinn. Hún
hafði einungis svarað honum með því, að hún væri því
samþykk, að hann héldi til í heimfararleyfi sínu á lands-
setri foreldra hennar í víkinni litlu við sjóinn, þar sem
hún hafði gefið honum heimilisfang sitt sumarið áður.
„Þér hefðuð átt að aftra mér frá að koma, fyrst þér leyfið
mér ekki að tjá yður hugarþel mitt gagnvart yður. —
Ó, afsakið mig ungfrú. Ég kem yður til að halda að ég
sé eitthvert mannhrak.“
„En sú fjarstæða.“ „Heyrið þér, ungfrú. Mér finnst ég
ekki geta farið svo héðan, að ég tjái yður ekki ást mína.
Sameign okkar er mikið í hugarheimi. Ekki dettur mér
í hug að ásaka yður fyrir það. Það er alúð yðar að þakka,
að ég hef orðið að liði úti á vígstöðvunum. En, hvað sem
því líður, munduð þér ekki vilja minnast þessarar kvöld-
stundar, þegar ég er horfinn héðan, með hugarhræring-
um vitund áþekkum þeim, sem nú þegar hafa fengið
vald yfir hjarta mínu? Ég hef elskað huglátssemi trún-
aðarvinarins í bréfum yðar, umhyggjusemi móðurinnar
og meyjarinnar þar — allt, sem þau hafa fært mér út
þangað. Þér hafið ekki hugmynd um, hve dýrmæt slík
samúð hefur verið munaðarlausum manni sem mér. Ég
er þess fullvís, að ég hef elskað yður síðan ég las fyrsta
bréfið frá yður. Allt, sem í mér er, hefur elskað yður svo
heitt og virðingarfullt, að ég get ekki dulið það lengur.
Ég bið yður, ungfrú, að íhuga þetta. Slík ást getur ekki
móðgað yður. Mér fannst þarna úti að allt, sem ég varð
að þola, hver einasta viðleitni mín, stuðlaði að því að
118
Kjarnar — Nr. 13